Bíbí og Blaka - Finkurækt
 
Nú er ég frekar óánægð með Írenu og Núma. Voru komin með 6 egg, allavega 2 frjó en hættu svo að sitja. Ætla að sjá hvort þau verpi aftur eða ekki.
 
Jæja Funi og Líf nenntu greinilega ekki að para sig svo að ég tók þau í sundur aftur. Ég setti hinsvegar saman Vargs Núma og Vargs Írenu saman og eru þau komin með eitt egg. Vonandi mun þetta ganga vel hjá þeim :) Vonast allavega eftir því að fá svartkinna unga frá þeim :)
 
Jæja þá er komið að því að setja nýtt par saman. Að þessu sinni er það Funi og Gullbrá :) Þau eru farin að byggja hreiður og ég vonast til þess að fá egg bráðlega.
Býst við að fá fawn og isabel unga frá þeim :) Þ.e.a.s ljósbrúna og kremaða.

 
Jæja allir ungarnir eru komnir á ný heimili. Tveir fóru meira að segja saman til Akureyrar í flugvel :)
Lúlli og Flóki voru seldir líka, þar sem ég þurfti að gera pláss fyrir nýja svartkinna strákinn frá Elmu sem ég hef nefnt Núma og fawn isabel strák úr þessu varpi sem heitir nú Móri.

Á næstunni ætla ég að setja saman Ljósu og Funa og ætti að fá isabel og fawn unga frá þeim :)
 
Jæja ég er með 7 fugla til sölu núna. Hægt að para suma saman.


Fullvaxta strákur, grár split isabel.                Hvítur strákur split isabel, undan Mjallhvít og Funa. SELDUR Photobucket Photobucket

Er með tvær gráar stelpur, önnur split BC. Er einnig með tvo gráa stráka, báðir split BC og LB. Photobucket Photobucket

Ein fawn stelpa, split isabel. Rosalega sæt :) SELD

Photobucket

 
Allir nema sá yngsti eru orðnir fleygir og pluma sig vel :) Sá elsti er meira að segja farinn að kroppa í mat. Rosalega fyndið hvað ungarnri eru mismunandi, þessir frá Bíbí og Írenu eru miklu rólegri yfir mannfólki en hinir tveir.
Þeir eru allir rosalega sætir og gaman að fá þessa óvæntu liti.
Þeir munu geta farið á ný heimili á næstu 2-3 vikunum.


Photobucket Photobucket Photobucket
 
Nokkrar myndir af elstu ungunum :)


Photobucket Photobucket Photobucket
 
Mjallhvít og Funi eru með 2 unga - einn hvítan og annan ljósan.

Írena og Bíbí eru með 5 unga, amk 1 ljósari og hina dekkri.

Set inn myndir þegar þeir fara að fá fjaðrir :)
 
Jæja er með tvö vörp í gangi núna :)
Bíbí og Írena saman - vonast eftir BC ungum þaðan. 5 frjó egg hjá þeim.
Mjallhvít og Funi saman - fæ vonandi einhverja hvíta, 5 frjó egg.

Bæði vörpin ættu að klekjast út í kringum 28. júní :) :)
 
Allt gott að frétta af fuglunum. Það eru þó nokkrir ungar til sölu núna.

Annars er ég að hugleiða það að hafa tvö vörp í júní, setja saman Mjallhvíti og Funa, ætti að fá hvíta og pied unga þaðan. Og svo Írenu og Bíbí saman í von um bc unga :)