Bíbí og Blaka - Finkurækt
 
Picture
Einn af ungunum með mömmu sinni.
Ungarnir 3 eru orðnir fleygir og farnir að borða sjálfir. Þeir eru allir þrír lightback og split black cheek. 
Fyrir þá sem ekki þekkja það, þá er lightback mjög ljósgrár litur. Þeir eru einstaklega fallegir :)  

Ég er ekki viss enn hvaða kyn þeir eru, en það ætti að koma í ljós á næstu 2 vikum.

 
Það eru komin 4 egg, getur verið að þau verði fleiri en þau eru amk frjó :) Á von á fyrstu ungum í kringum 6. júlí og vonast til þess að fá einhverja svarkinna unga og lightback. 
 
Það hefur verið heldur langt síðan ég skrifaði eitthvað hér inn. Það hefur bara verið brjálað að gera í skólanum og að sækja um í nýju námi. 
En í júní byrja ég að rækta aftur og má því búast við ungum um mitt sumar. 
Ætla mér að setja saman
Núma + Írenu
Funa + Gullbrá
Móra + Ljósu

Ætti að fá eitthvað spennandi frá þessum pörum!
 
Það eru 3 ungar til sölu núna. Kynin eru ekki komin í ljós en þeir geta farið á ný heimili eftir svona 1-2 vikur.
Photobucket Photobucket
 
Erum með fallega unga undan Bíbí og blöku, þeir eru gráir og amk einn þeirra er pied. Það kemur betur í ljós þegar þeir fá fjaðrirnar.

Hérna er einn þeirra, sá sem er með smá hvítt í sér. Rosalega sætur :)


Photobucket
 
Staki unginn minn er rosalega sætur og einstaklega fallegur á litinn. Hlakka til að sjá hvernig hann verður þegar hann stækkar.
Bíbí og Blaka eru komin með 4 egg :) Bíbí er svo fyndinn reif hálft dagblað úr gólfinu og fór að troða því í hreiðrið! :P

Photobucket
 
Unginn er farinn að fá greinilegar fjaðrir og virðist vera hvítur eða mjög ljós með appelsínugult í vængjunum og stéli. Ég er svona að leyfa mér að vona að hann sé Phaeo.
Annars setti ég Bíbí og Blöku saman og þau eru komin með 1 egg :)
 
Því miður létust 3 af 4 ungunum undan Funa og Gullbrá. Ástæður eru ekki alveg ljósar.
En þessi sem lifði var 3 í röðinni og er um viku gamall núna. Hann er greinilega ljós á lit.
Set inn myndir af honum þegar hann fer að fá fjaðrir.
Er annars að hugsa að setja saman Bíbí og Blöku, til að fá eitthvað af ungum, þau eru svo pottþéttir foreldrar.
 
Jæja jólaungarnir eru að klekjast út hjá Gullbrá og Funa.
Fyrsti unginn kom í dag, ljós á lit, sennilega hvítur. Sé að það er komið gat á annað egg líka. Á von á því að fá 4 unga, hlakka til að sjá hvernig þeir verða.


varp 5 2011
 
Er með varp hjá Funa og Gullbrá. Þau eru með 6 eggs og amk 3 þeirra eru frjó.
Á von á að fá fyrstu unga næstu helgi.